Stjórnmálaþátttaka kvenna

Pólitísk staða kvenna breyttist eftir seinni heimstyrjöldina. Grasrótarstarf þeirra, eins og annarra, var bannað og í staðinn voru stofnuð kvennasamtök innan kommúnistaflokksins. Slík samtök unnu samkvæmt flokkslínunni, en ekki endilega í þágu kvenna. Á meðan alræðisstjórnin ríkti voru konur handteknar, dæmdar í mörg hundruð ára fangelsi og jafnvel hengdar fyrir pólitískar aðgerðir.

Á þingum kommúnistaríkjanna var kynjahlutfallið almennt ójafnt, körlum í hag. Hlutfall kvenna var þó oftast hærra á þinginu en í miðstjórnum kommúnistaflokkanna og ríkisstjórninni, þar sem hin raunverulegu völd var finna. Á áttunda áratugnum voru konur til dæmis minnst 20% þingmanna pólska þingsins. Í hvert sinn sem þingið öðlaðist meira vald, sem var eftir árið 1956, árið 1989 og 1991, áttu konur erfiðara með að ná kosningu. Konur voru 23% þingmanna milli áranna 1980 og 1985. Í Tékkóslóvakíu var aðeins einn fjórði þingsins konur og í miðstjórn Kommúnistaflokksins voru konur 7% stjórnarmanna. Konur voru aðeins 30% flokksmeðlima og 18% þeirra voru í æðstu embættum flokksins.

Engin ummæli: