Tímabilið 1950-1989

Jafnrétti í kommúnistaríkjunum var bæði á jákvæðum og neikvæðum forsendum. Jákvætt jafnrétti voru lög sem kröfðust jafnrétti milli kynjanna. Neikvætt jafnrétti voru alræðislegu aðferðirnar sem beitt var við að þröngva lögunum inn á fólkið. Jákvætt jafnrétti verður neikvætt þegar lög, efnahagur og stjórnmál vinna ekki að sama markmiðinu. Bitur reynsla fólks af yfirráðum ríkisins í fyrrum kommúnistarríkjum hafa enn þann dag í dag slæm áhrif í Mið- og Austur-Evrópu.

Ástandið sem skapaðist í kommúnistaríkjunum var ástand tvöfeldni eða „tvöfaldrar hugsunar“, sem setti konur í lítillækkandi stöðu og undir stjórn ríkisins. Kommúnistaríkin sannfærðu þegna sína um að konur væru frjálsar og að það ríkti jafnrétti, en það var ekki öll sagan. Raunar var vinnumarkaðurinn kynskiptur. Konur unnu kvennastörf og fengu lægri laun. Þær höfðu minni aðgang að stjórnunarstöðum og stjórnmálum auk þess sem tvöföld byrði vinnu utan og innan heimilisins sligaði konur og leiddi til fólksfækkunar í kommúnistaríkjunum.

Engin ummæli: